Nú þegar 2018 er framundan ætla ég að deila með ykkur nokkrum af mínum markmiðum fyrir komandi ár. Ég er ekki týpan til að strengja áramótaheit en finnst alltaf gott að skrifa reglulega niður markmið og hafa eitthvað til að stefna að. Margir tengja áramótaheit við megrunarkúra og heilsuátak og vissulega hef ég sett mér markmið að hollari lífstíl og bættri heilsu, en þessi listi er ekki tengdur þeim. Þetta eru mín markmið til þess að minnka streitu í lífinu og bæta mig sem manneskju, móðir, eiginkonu, vinkonu osfrv.
Fjölskyldan
- Lesa meira fyrir stelpurnar mínar
- Kenna þeim að sofa í sínu eigin rúmi… kominn tími til!
- Skipuleggja innkaup betur, til dæmis gera matseðla fyrir vikuna og nýta afganga
- Fara oftar á “date-nigth” með húsbóndanum 🙂 jafnvel þó það sé bara að elda eitthvað gott heima og spila eftir að stelpurnar eru sofnaðar.
- Vera duglegri að heimsækja ömmurnar og afana okkar
Skólinn
- Skipuleggja námið fram í tímann og ekki geyma allt fram á síðustu mínútu
- Sýna frumkvæði í hópavinnu
- Mæta á vinnuhelgar
Persónulegt
- Minnka snjallsímanotkun – td slökkva á netinu yfir nóttina
- Eiga oftar frumkvæði að því að hitta vinkonur mínar
- Vinna að því að styrkja sjálfstraustið og láta álit annara ekki skipta máli
- Þróa heimasíðuna mína frekar og læra meira um minimalískan lífstíl
- Vera umhverfisvænni, t.d flokka plast og pappír.
Vonandi gefur þetta ykkur einhverjar hugmyndir, en umfram allt munið að hafa markmiðin raunhæf og mælanleg! 🙂 Annars vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að allir hafi átt góðar stundir um hátíðarnar með sínum nánustu. Svo vil ég endilega benda ykkur á að kíkja í Fréttablaðið á morgun! 😉