Ég ætla að deila með ykkur minni go-to uppskrift þegar mig vantar eitthvað einstaklega fljótlegt, einfalt og gott í matinn. Það tekur einungis örfáar mínútur að græja þennan rétt, og ég hef ekki ennþá hitt neinn sem finnst hann ekki góður. Meira að segja 4 ára stelpan mín sem borðar alls ekki hvað sem er, er mjög hrifin af þessu og þá sérstaklega þar sem hún fær oftast að hjálpa til við “eldamennskuna”.
Uppskrift fyrir 3-4
Það sem þarf
Pasta að eigin vali. (ég nota oftast heilhveiti, td frá Sollu til að hafa þetta í hollari kantinum)
1 dós af túnfisk
1 dós rautt pestó – mér finnst best frá Jamie Oliver
1 krukka fetaostur / eða eftir smekk
Egg, 1-2 á mann
Aðferð:
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum
Harðsjóðið egg, ca 10 mínútur
Hræra saman túnfisknum, pestóinu og fetaostinum
Þegar pastað er tilbúið er gumsinu (sorry, ég fann ekkert betra orð) hrært saman við. Borið fram með eggi til hliðar eða skorið út í.
Hræra saman
Gæti ekki verið einfaldara!
Hvet ykkur endilega til að prófa!
Hvernig líst ykkur annars á þennan lið, uppskriftir hér á síðunni? Ef þið viljið sjá fleiri svona einfaldar og fljótlegar uppskriftir megið þið endilega smella á hjartað hér að neðan til að ég sjái hvort áhugi sé fyrir því 🙂
Minni svo aftur á instagram – @minimalist.is